H veitingar,í eigu Hendriks Hermannssonar, hefur tekið yfir rekstur Food Station. Í dag, 29.10. kl.17, verður GRAND OPENING þar sem nýr matseðill verður kynntur og geggjuð tilboð verða á barnum. Lifandi tónlist og æðislegheit allt kvöldið!
Hlaðborðið verður á sínum stað og á boðstólum verður ljúffengt lambalæri ásamt bernaise og meðlæti. Súpa dagsins er sveppasúpa.
Við hlökkum til að sjá ykkur í kvöld og gleðjast með ykkur á þessum tímamótum!
Borðapantanir í síma 430-5600 eða 830-6492